top of page
SKJALDMEYJAR HAFSINS
IMG-8500.JPG
VC4Qw4S8.jpeg
zAtXBKIA.jpeg
U_tm8Rpg.jpeg
IMG-8496.JPG
_6YsuRwO.jpeg
B8RJ1Oog.jpeg
Dp3YH1cQ.jpeg
on-v8HuA.jpeg

Skjaldmeyjar hafsins er hjartnæmt beinheimildaverk sem veitir innsýn í líf eiginkvenna sjómanna. Sjómennska hefur verið samofin íslensku samfélagi frá alda öðli. Fáar stéttir lenda í þeim háska og áskorunum sem sjómenn standa frammi fyrir í starfi sínu. Starfi sem krefst æði mikils af þeim, jafnvel lífs þeirra. Af því eru til margar sögur. Hins vegar fer minna fyrir sögum um eigin-konur þeirra; konurnar sem ganga í gegnum óttann, óvissuna og örlögin með þeim á einn eða annan hátt. Konurnar sem sjá um heimili, börn og buru á meðan þeir eru í löngum túrum. Þær sem bíða milli vonar og ótta í öllum veðrum og eru jafnvel sjálfar að takast á við sína eigin erfiðleika um leið og þær eru stoð og stytta sjómannsins, fjölskyldunnar og heimilisins.

Handrit verksins er unnið orðrétt upp úr frásögnum sjómannskvenna á norður- og austurlandi. Viðtöl við 10 sjómannskonur á aldrinum 25-95 ára voru notuð til að skapa þrjár heildstæðar persónur sem við kynnumst í verkinu. Við skyggnumst inn í líf kvennanna, kynnumst þeirra sýn á lífið og hvernig þær takast á við þær margvíslegu hliðar hins daglega lífs þegar mennirnir eru úti á sjó og þær eru í landi. Þrátt fyrir að eiga svo margt sam-eiginlegt, hafa þær mismunandi sögur að segja og líta mjög ólíkum augumá sitt hlutskipti í lífinu.

Höfundur og leikstjóri:  Jenný Lára Arnórsdóttir

Ljósa- myndbandshönnun:  Arnþór Þórsteinsson

Leikmynd og búningar:    Sara Hjördís Blöndal

Hljóðmynd:               Ármann Einarsson

Leikkonur:               Vala Fannell

                         Katrín Mist Haraldsdóttir

                         Jónína Björt Gunnarsdóttir

Leiksrá

Gagnrýni mbl.is

 SARA BLÖNDAL 
SCENOGRAPHER & CURATOR

bottom of page